Hvernig virkar þetta?

Icon

Fylltu út form

Umsóknin er hér að neðan og tekur það stutta stund að fylla hana út

Icon

Enginn kostnaður

Eftir að formið hefur verið fyllt úr verður farið yfir umsókn og athugað með rétt þinn endurgjaldslaust

Icon

Svar

Haft verður samband um leið og unnið hefur verið úr innsendum gögnum

„Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“

2. mgr. 73. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Um tjáningarfrelsi og ærumeiðingar

Stjórnarskráin

Tjáningarfrelsi er stjórnarskrárvarið en menn geta ekki notið þess án ábyrgðar. Í 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, (stjsk.) segir „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“. Í 3. mgr. sömu greinar segir að tjáningarfrelsi megi m.a. setja skorður með lögum til verndar mannorðs annarra. Æra manna nýtur verndar samkvæmt 1. mgr. 71. gr. stjsk.

Mannréttindasáttmáli Evrópu

Æra manna nýtur verndar samkvæmt 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var með lögum nr. 62/1994.

Shipping

Í XXV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, (hgl.) er að finna meiðyrðalöggjöfina Í 234. gr. laganna er að finna ákvæði um móðgun, í 235. gr. laganna er að finna ákvæði um aðdróttun og í 236. gr. er að finna ákvæði um rógburð. Að meginstefnu getur sá einn höfðað mál, vegna framangreindra lagagreina, sem misgert var við. Viðkomandi getur krafist miskabóta fyrir ófjarhagslegt tjón samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er varðar ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu manna. Þá er unnt að krefjast þess að að ummælin verði dæmd ómerk, sbr. 1. mgr. 241. gr. hgl. og að sá sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun verði dæmdur til að standast kostnað af birtingu dóms í fjölmiðlum. Ummæli geta þó verið refsilaus, ef þau eru sönn, um er að ræða orðhefnd, samþykki viðkomandi liggur fyrir og eða telst til opinberrar umræðu.

Tjáningarfrelsi er stjórnarskrárvarið en menn geta ekki notið þess án ábyrgðar. Í 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, (stjsk.) segir „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“. Í 3. mgr. sömu greinar segir að tjáningarfrelsi megi m.a. setja skorður með lögum til verndar mannorðs annarra. Æra manna nýtur verndar samkvæmt 1. mgr. 71. gr. stjsk. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var með lögum nr. 62/1994.

Í XXV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, (hgl.) er að finna meiðyrðalöggjöfina Í 234. gr. laganna er að finna ákvæði um móðgun, í 235. gr. laganna er að finna ákvæði um aðdróttun og í 236. gr. er að finna ákvæði um rógburð. Að meginstefnu getur sá einn höfðað mál, vegna framangreindra lagagreina, sem misgert var við. Viðkomandi getur krafist miskabóta fyrir ófjarhagslegt tjón samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er varðar ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu manna. Þá er unnt að krefjast þess að að ummælin verði dæmd ómerk, sbr. 1. mgr. 241. gr. hgl. og að sá sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun verði dæmdur til að standast kostnað af birtingu dóms í fjölmiðlum. Ummæli geta þó verið refsilaus, ef þau eru sönn, um er að ræða orðhefnd, samþykki viðkomandi liggur fyrir og eða telst til opinberrar umræðu.

Æra manna nýtur verndar samkvæmt stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu

Dómafordæmi

Hér eru dæmi um dóma sem tengjast þessu viðfangsefni beint.

Hrd. 239/2015

Í málinu kröfðust ÁS og H ehf. ómerkingar tiltekinna ummæla um þau sem birtust í grein ÁSÁ á bloggsvæði hans á tilgreindum vefmiðli. Þá gerðu þau kröfu um að honum yrði gert að greiða sér...

Hrd. 383/2012

J höfðaði mál á hendur B og krafðist m.a. ómerkingar tiltekinna ummæla sem birtust um hann í bók B sem fjallaði um tiltekið dómsmál þar sem J var sakfelldur fyrir brot samkvæmt einum ákærulið.

Hægt er að krefjast miskabóta fyrir ófjarhagslegt tjón samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar

Sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993

Tilkynna um ærumeiðingu

Ef þú telur þig hafa orðið fyrir broti þá geturðu fyllt út formið hér að neðan. Hægt er að senda skjal með tilkynningunni sem er t.d. hentugt ef þú átt skjáskot af atvikinu. Lögfræðingur fer yfir tilkynninguna og hefur samband í kjölfarið.

Loading...

Tilkynning hefur verið send

Ekki tókst að senda tilkynninguna. Endilega hafðu samband í netfangið: eirikur@ebl.is